资 源 简 介
Þetta verkefni snýst um að búa til leikjaþjón fyrir klassísk íslensk borðspil, eins og Matador (þó það sé ekki íslenskt að uppruna), Verðbréfaspilið, Útvegsspilið og fleiri spil.
Hugsunin er sú að það sé hægt að "plögga inn" nýjum leikjum með því að skrifa dll-a sem innihalda lógíkina fyrir nýjan leik, en alltaf sé um að ræða sama kjarnann fyrir biðlarann og miðlarann, óháð því hvaða leiki er verið að bjóða upp á.
Þar sem verkefnið er notað í áfanga sem kennir C++ er verkefnið skrifað í því forritunarmáli. Þegar til lengri tíma er litið má reikna með að leikjabiðlarar verði fáanlegir fyrir öll helstu stýrikerfin, en í upphafi verður einblínt á að útfæra biðlara fyrir Windows.